Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) komst í bráðbana um sæti á Opna bandaríska mótinu í gær mánudaginn 5. júní.  Valdís Þór var grátlega nálægt því að öðlast þátttökurétt á einu af risamótunum í golfi eftir að hafa tekið þátt í 36 holu úrtökumóti sem fór fram hjá Buckinghamshire golfklúbbnum í Englandi.

Opna bandaríska mótið er eitt fimm risamóta í kvennagolfinu en það fer næst fram dagana 10.-16. júlí á þessu ári. Brittany Lang hefur titil að verja en allir bestu kvenkylfingar heims verða meðal keppenda.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.