Æfingasvæðið

Golfklúbburinn Leynir hefur yfir að ráða góðu, yfirbyggðri æfingaaðstöðu sem kallast Teigar en þar geta kylfingar æft í skjóli óháð veðrum og vindum allt árið um kring. Æfingaaðstaðan er flóðlýst með 12 bása þar sem kylfingar geta slegið af gervigrasmottum. Kylfingar geta æft öll golfhögg, hvort sem það eru stutt vipp úr glompu eða löng högg með trékylfu. Mikið úrval er af skotmörkum.

Afgreiðsla í boltavél sem staðsett er á æfingasvæði fer fram á skrifstofu og í afgreiðslu veitingasölu í golfskála.

Púttflöt er við golfskála og þar geta kylfingar æft púttinn í fjölbreyttu landslagi púttflatar.

Vippsvæði er við hlið bílastæðis en þar geta kylfingar æft vippinn af 50m færi.

6 holu, par 3 æfingavöllur er við aðkomu að golfvallarsvæði GL og hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Glæsileg inniaðstaða er í kjallaranum í Frístundamiðstöðunni Garðavöllum. Þar geta félagsmenn komið og æft, opið er frá 9-21.  Hægt er að bóka tíma í golfhermum inn á heimasíðu leynis undir Garðavöllur.