Almennt um starfið

Skilgreining á starfi

Þjálfun barna á við um börn 12 ára og yngri og þjálfun unglinga á við einstaklinga á aldrinum 13 ára og til og með 21.árs.

Starfið er opið fyrir öll börn og unglinga, stelpur og stráka sem vilja æfa golf.

Þjálfun hjá GL skiptist í almennt starf og afreksefnastarf sem kallast TLU.

Frekari upplýsingar má fá hjá framkvæmdastjóra GL og/eða íþróttastjóra GL.

Afreksefnastarf

Hjá GL er afreksefnaþjálfun fyrir stráka og stelpur á aldrinum 12 til 21.árs.

Starfið er ætlað þeim einstaklingum er þykja skara fram úr og eru reiðubúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri í golfíþróttinni bæði persónulega og fyrir hönd GL.

Afreksefni GL eru valdir faglega af íþróttastjóra GL, sem metur áhuga og framfarir, forgjöf, ástundun, hegðun og háttvísi, metnað og aðra þætti er honum þykir skipta máli við val á kylfingum í afrekshópa.

Val í afrekshópa sætir stöðugri endurskoðun.

Gert er samkomulag um þjálfun hvers og eins milli kylfings og þjálfara sem inniheldur m.a. ársáætlun, æfingaáætlanir, golfdagbók ofl.

Jafnréttismál

Ekki er gerður greinarmunur á kyni, þjóðerni eða þjóðfélagsstöðu iðkenda hjá GL.

GL gerir sömu kröfur til stúlkna og drengja og vill sinna þeim jafnvel.