Gólfnámskeið fyrir börn 6-10 ára

Golfleikjanámskeið GL eru haldinn á sumrin frá skólalokum fram í miðjan ágúst.

 Golfleikjanámskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 6 til 10 ára og er hugsað sem spennandi námskeið fyrir bæði stráka og stelpur í sumar.

 Áherslan er á golftengda og almenna leiki og skemmtilegt golfleikjanámskeið þar sem krakkarnir öðlast færni sem gerir þau að betri kylfingum. 

 Kennt er á æfingasvæðum GL og litla Garðavellinum sem er 6 holu par 3 völlur.

Námskeiðin hefjast kl. 9:00 og eru til kl. 12:00.  Leiðbeinendur taka á móti þátttakendum í Frístundamiðstöð.  Þátttakendur koma með nesti með sér.

Frekari upplýsingar um námskeið í boði má sjá í félagakerfinu Sportabler.  Aðgangur í gegnum vefsíðuna hér:  https://www.sportabler.com/shop/ia/leynir