Kvennastarf

Hjá golfklúbbnum Leyni er öflug kvennanefnd sem stendur fyrir vikulegu kvennagolfi á þriðjudögum auk þess sem haldin eru mót, skemmtikvöld, þjálfun með kennara og fleira sem sameinar konur í GL.

 

 

Kvennanefnd GL 2021 skipa:

– Formaður: Elizabet Valdimarsdóttir

– Tengiliðir stjórnar: Ella María Gunnarsdóttir

– Helena Rut Steinsdóttir

– Bryndís Rósa Jónsdóttir

 

Netfang: leyniskonur@simnet.is

Við hvetjum allar Leyniskonur til að vera duglegar að mæta í viðburði sumarsins og virkja kvennastarfið enn frekar.

Helstu dagskrárliðir kvennastarfsins eru:

1. Þriðjudagsgolf, fráteknir rástímar á golf.is kl. 17:30 – 18:10, skráning á golf.is

2. Öflugt mótahald s.s. vön/óvön, Opna Helena Rubenstein, Sumargleði kvenna, Einnar kylfu mót, og lokamót kvenna.

3. Fuglaleikur þar sem konur eru hvattar til að skrá alla fugla sem þær ná þegar Garðavöllur er spilaður.  Verðlaun verða veitt og sumarið gert upp að loknu lokamóti kvenna.

Leyniskonur er á facebook með síðuna Leynisskvísur !