Styrktarmót Valdísar Þóru verður haldið á morgun laugardaginn 10. Júní á Garðavelli.  Ræst er út frá kl. 8:00 til 16:00.

Leikfyrirkomulag er Betri boltinn þar sem tveir spila saman í liði og báðir leika sínum bolta á hverri holu.  Um er að ræða punktakeppni með forgjöf og hjá hverju liði gildir betra skorið á hverri holu.  Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.  Glæsileg verðlaun eru í boði ásamt teiggjöfum.

Samhliða golfmótinu verður 9 holu púttmót kl. 12 – 16 fyrir alla sem vilja styðja við Valdísi Þóru.  Þátttökugjald er kr. 500- og fara þátttakendur í pott og verða dregnir út vinningar að móti loknu.

Mótsgjald er kr. 6.000- og fer skráning fram á golf.is

Ath.  Enn eru lausir nokkrir rástímar og hvetjum við félagsmenn GL að taka þátt og styðja við atvinnukylfinginn Valdísi Þóru félagskonu GL.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.