Styrktarmót Valdísar Þóru verður haldið á morgun laugardaginn 10. Júní á Garðavelli.  Ræst er út frá kl. 8:00 til 16:00.

Leikfyrirkomulag er Betri boltinn þar sem tveir spila saman í liði og báðir leika sínum bolta á hverri holu.  Um er að ræða punktakeppni með forgjöf og hjá hverju liði gildir betra skorið á hverri holu.  Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.  Glæsileg verðlaun eru í boði ásamt teiggjöfum.

Samhliða golfmótinu verður 9 holu púttmót kl. 12 – 16 fyrir alla sem vilja styðja við Valdísi Þóru.  Þátttökugjald er kr. 500- og fara þátttakendur í pott og verða dregnir út vinningar að móti loknu.

Mótsgjald er kr. 6.000- og fer skráning fram á golf.is

Ath.  Enn eru lausir nokkrir rástímar og hvetjum við félagsmenn GL að taka þátt og styðja við atvinnukylfinginn Valdísi Þóru félagskonu GL.