Unglingar úr Golfklúbbnum Leyni gerðu flotta hluti á GSÍ mótum sem fram fóru um helgina. 

Axel Fannar tók þátt í Íslandsmótinu í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni sem fram fór á Húsatóftavelli í Grindavík og endaði Axel Fannar í þriðja sæti eftir bráða bana við Birgir Björn GK.

Ungir kylfingar Leynis fjölmenntu einnig á Áskorendamótaröðina sem fram fór á Gufudalsvelli Hveragerði. 

Atli Teitur vann sinn flokk 15-18 ára,  Ingimar Elvar endaði í þriðja sæti í sínum flokk piltar 14 ára og yngri, Bára Valdís vann sinn flokk stúlkur 15-18 ára, og Kristín Vala vann sinn flokk stúlkur 14 ára og yngri.  Leynir átti ellefu fulltrúa og fjóra sem enduðu í verðlaunasæti. 

Golfklúbburinn Leynir óskar ungum og efnilegum kylfingum GL til hamingju með árangurinn.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.