Hallgrímur Rögnvaldsson mun seint gleyma miðvikudeginum 14. júní 2017 en hann fór holu í höggi á 18. flöt Garðavallar í innanfélagsmótaröð GL, Landsbankamótaröðinni.

Að sögn Hallgríms fékk hann leyfi konunnar til að fara í golfmótið á brúðkaupsdegi þeirra hjóna og lofaði að standa sig vel. Hallgrímur notaði 7 járn og sagði boltann bara hafa lent rétt við stöngina og farið beint ofan í.

Golfklúbburinn Leynir óskar Hallgrími til hamingju með afrekið og sömuleiðis einnig með brúðkaupsdaginn eftirminnilega.