Hallgrímur Rögnvaldsson mun seint gleyma miðvikudeginum 14. júní 2017 en hann fór holu í höggi á 18. flöt Garðavallar í innanfélagsmótaröð GL, Landsbankamótaröðinni.

Að sögn Hallgríms fékk hann leyfi konunnar til að fara í golfmótið á brúðkaupsdegi þeirra hjóna og lofaði að standa sig vel. Hallgrímur notaði 7 járn og sagði boltann bara hafa lent rétt við stöngina og farið beint ofan í.

Golfklúbburinn Leynir óskar Hallgrími til hamingju með afrekið og sömuleiðis einnig með brúðkaupsdaginn eftirminnilega. 

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.