Keppt var á Áskorendamótaröð Íslandsbanka og Íslandsbankamótaröðinni um helgina.
Keppt var á Áskorendamótaröð Íslandsbanka og Íslandsbankamótaröðinni um helgina. Áskorendamótaröðin fór fram í Sandgerði á laugardag og þar átti Leynir 5 þátttakendur sem allir stóðu sig vel. Ingimar Elfar Ágústsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í flokki 14 ára og yngri eftir baráttu við Gabríel Þór Þórðarson sem endaði í 2. sæti. Frábær árangur hjá þeim félögum sem hafa nú verið í verðlaunasætum á báðum fyrstu mótunum í mótaröðinni.
Á Íslandsbankamótaröðinni sem fram fór í Leirunni átti Leynir 4 þáttakendur. Tvo í flokki 17-18 ára sem voru að stíga sín fyrstu skref á þessari mótaröð og einnig einn í flokki 15-16 ára og einn í flokki 14 ára og yngri. Það bar helst til tíðinda að Björn Viktor Viktorsson endaði í 2. sæti eftir að hafa leitt flokkinn eftir fyrsta dag. Frábær árangur hjá Birni sem hefur hafnað í 2. sæti á fyrstu 2 mótunum á Íslandsbankamótaröðinni.