Golfklúbbur Leynir og Valdís Þóra Jónsdóttir skrifuðu undir afrekssamning s.l. helgi þegar styrktarmót Valdísar Þóru fór fram á Garðavelli.
Um er að ræða tímamótasamning sem innifelur stuðning við atvinnukylfinginn Valdísi Þóru sem keppir á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour) og leikur undir merkjum Leynis. Golfklúbburinn Leynir hefur markvisst síðustu misseri unnið að undirbúning samninga við kylfinga Leynis og er þetta fyrsti samningurinn af þessum toga við afrekskylfing úr röðum Leynis. Með samning af þessum toga vill Golfklúbburinn Leynir gera afrekskylfingum kleift að iðka golfíþróttina og efla sig til að ná enn betri árangri.
Samningurinn felur m.a. í sér að Leynir styrkir Valdísi Þóru vegna mótahalds á Eimskipsmótaröðinni og Evrópumótaröð kvenna ásamt öðrum stuðning er varðar aðgengi að Garðavelli fyrir styrktarmót, og afnot af æfingasvæði og æfingaboltum Leynis án endurgjalds.
Mynd: Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis við undirskrift afrekssamnings.