Opna CANDINO SWISS WATCH í boði Guðmundar B. Hannah úra- og skartgripaverslunar á Akranesi var haldið á Garðavelli mánudaginn 5. Júní.  Mótið tókst í alla staði vel með frábæru veðri, góðum vallaraðstæðum og mjög góðri þátttöku um 100 kylfinga.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Punktakeppni með forgjöf

1. Emil Kristmann Sævarsson GL, 39 punktar (betri á seinni níu)

2. Jón Vilhelm Ákason GL, 39 punktar

3. Hróðmar Halldórsson GL, 38 punktar

Höggleikur án forgjafar (besta skor)

1. Hannes Marinó Ellertsson GL, 71 högg

Nándarmælingar

8. hola (konur), María B. Sveinsdóttir GL, 3.75m

18. hola (karlar), Davíð Búason GL, 1.02m

Golfklúbburinn Leynir óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar kylfingum fyrir góða þátttöku og stuðning við starf klúbbsins sem og Guðmundi B.Hannah fyrir góðan stuðning við mótið.  Vinningshafar geta sótt vinninga á skrifstofu GL.