Íslandsbanka- og Áskorendamótaröð GSÍ lauk s.l. helgi og hafa unglingar frá GL verið dugleg að sækja mótaraðir sumarsins. Árangur unglingana hefur verið góður og oftar en ekki unnið til verðlauna.

Síðastliðna helgi endaði Björn Viktor Viktorsson í 2.sæti í flokki 14 ára og yngri stráka á Íslandsbankamótaröðinni. Björn Viktor endaði jafnframt í 3.sæti stigalistans fyrir sumarið í sínum flokk.

Gabríel Þór Þórðarsson vann 18 holu Áskorendamót stráka 14 ára og yngri og í 2.sæti varð Þorgeir Örn Bjarkason en bráðabana þurfti til að fá fram sigur. Í flokki stelpna vann Kristín Vala Jónsdóttir.

Marinó Ísak Dagsson vann 9 holu Áskorendamót pilta 10 ára og yngri og í 3.sæti varð Bragi Friðrik Bjarnason.

Golfklúbburinn Leynir óskar börnum og unglingum úr röðum klúbbsins til hamingju með árangurinn sem hefur verið til fyrirmyndar í sumar.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.