Nýliðaskjöldurinn 2017 verður haldinn n.k. þriðjudag 19. september og er mótið hugsað fyrir forgjafarhærri kylfinga innan Leynis um er að ræða 9 holu innanfélagsmót. 

Ræst verður út frá kl. 16 – 17:30 og fer skráning fram á golf.is

Leikfyrirkomulag

– 9 holu punktakeppni með fullri forgjöf og einnig keppt um besta skor, karlar/konur 54.

– Keppendur velja teiga sem henta getu hverju sinni og taka forgjöf skv. forgjafartöflu fyrir Garðavöll.

– Þátttökurétt hafa þeir sem hafa 25,0 eða meira í grunnforgjöf.

Verðlaun

– Verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin með forgjöf og besta skor án forgjafar.

– Ekki hægt að vinna í báðum flokkum.

– Nándarverðlaun á 3. og 8.holu.

Mótsgjald 1000 kr. 

Annað

– Leikmenn verða að hafa virka forgjöf til að geta unnið til verðlauna.

– Leikið er skv. móta- og keppendareglum GSÍ nema annað komið fram.

– Mótanefnd áskilur sér rétt til að fresta eða fella niður mótið vegna ónógrar þátttöku eða veðurs.