Nýliðaskjöldurinn 2017 verður haldinn n.k. þriðjudag 19. september og er mótið hugsað fyrir forgjafarhærri kylfinga innan Leynis um er að ræða 9 holu innanfélagsmót. 

Ræst verður út frá kl. 16 – 17:30 og fer skráning fram á golf.is

Leikfyrirkomulag

– 9 holu punktakeppni með fullri forgjöf og einnig keppt um besta skor, karlar/konur 54.

– Keppendur velja teiga sem henta getu hverju sinni og taka forgjöf skv. forgjafartöflu fyrir Garðavöll.

– Þátttökurétt hafa þeir sem hafa 25,0 eða meira í grunnforgjöf.

Verðlaun

– Verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin með forgjöf og besta skor án forgjafar.

– Ekki hægt að vinna í báðum flokkum.

– Nándarverðlaun á 3. og 8.holu.

Mótsgjald 1000 kr. 

Annað

– Leikmenn verða að hafa virka forgjöf til að geta unnið til verðlauna.

– Leikið er skv. móta- og keppendareglum GSÍ nema annað komið fram.

– Mótanefnd áskilur sér rétt til að fresta eða fella niður mótið vegna ónógrar þátttöku eða veðurs. 

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.