Golfklúbburinn Leynir og Akraneskaupstaður skrifuðu undir samninga um uppbyggingu á Frístundamiðstöð við Garðavöll fimmtudaginn 7. september 2017 í golfskálanum á Garðavelli. 

Frístundamiðstöðin verður rúmlega 1000m2 að stærð og skiptist í 700m2 jarðhæð og 300m kjallara.  Frístundamiðstöðin mun hýsa félagsstarf Leynis og aðra frístundastarfssemi á vegum Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness.  Um þessar mundir eru útboð í gangi og gera áætlanir ráð fyrir að þegar ásættanleg tilboð berast hefjist framkvæmdir á haustmánuðum 2017. Kostnaðaráætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdakostnaður verði um 300 mkr. og vinna stjórnendur Leynis út frá þeim forsendum þegar kemur að endanlegum samningum við verktaka.

Við undirritun samninga kom fram í máli Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra að það sé mikil tilhlökkun meðal stjórnenda bæjarins og bæjarfulltrúa um þetta verkefni þar sem jákvæðni, metnaður og víðsýni hefur verið haft að leiðarljósi í gegnum allt undirbúningsferli þessa verkefnis. Sævar Freyr hrósaði stjórnendum Leynis fyrir frumkvæði, dugnað og mikinn metnað með verkefnið þar sem gott skipulag og vönduð vinna hefur farið fram.

Golfklúbburinn Leynir mun á næstu vikum þegar heildarmynd á verkefnið verður kominn upplýsa frekar um framkvæmdatíma og annað sem snýr að verkefninu.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.