Haraldarbikarinn var haldinn helgina 19. – 20. ágúst á Garðavelli og tóku þátt um 35 kylfingar.
Keppnisfyrirkomulag var höggleikur með og án forgjafar þar sem í boði var að spila 2 x 18 holur og betri hringur taldi. Helstu úrslit voru eftirfarandi:
Höggleikur með forgjöf (sjávarfang og gjafabréf)
1.sæti Hörður Kári Jóhannesson, 69 högg
2.sæti Emil Kristmann Sævarsson, 71 högg (betri á seinni níu með hálfri forgjöf skv.skilmálum GSÍ)
3.sæti Vilhjálmur E Birgisson, 71 högg
Höggleikur án forgjafar (sjávarfang og gjafabréf)
1.sæti Bjarki Georgsson 75 högg
Nándarmælingar (sjávarfang)
Laugardagur
3.hola Bjarki Georgsson 5.6m
8.hola Davíð Búason 2.76m
14.hola „enginn mæling“
18.hola Alfreð Þór Alfreðsson 4.9m
Sunnudagur
3.hola Jón Smári Svavarsson 4.28m
8.hola Einar Jónsson 45cm
14.hola Kristinn Jóhann Hjartarson 2.12m
18.hola Alexander Eiríksson 1.14m
Vinnningshafar geta sótt gjafabréf á skrifstofu GL frá og með mánudeginum 21. ágúst. Sjávarfangi verður keyrt út til vinningshafa vikuna 21. – 28. ágúst.
Golfklúbburinn Leynir þakkar kylfingum þátttökuna og HB Granda fyrir stuðninginn við mótið.