Meistaramót yngri kylfinga hjá GL fór fram dagana 3. júlí til 4. júlí á Garðavelli.  Þátttakendur voru 17 og spiluðu í tveim flokkum stráka og stelpna.  Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og spilaðar 2×9 holur. 

Mótinu lauk með lokahófi í  golfskálanum þar sem boðið var upp á pylsuveislu með drykkjum og öðru góðgæti og að lokum fór fram verðlauna afhending þar sem allir þátttakendur fengu þátttökuverðlaun og einnig voru veitt verðlaun fyrir 1.-3.sætið í hverjum flokk.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Stelpur 2007-2008 (Grænir teigar)

1.sæti Vala María Sturludóttir, 41 punktur

2.sæti Elín Anna Viktorsdóttir, 30 punktar

Stelpur 2004-2006 (Rauðir teigar)

1.sæti Elísabet Eir Magnúsdóttir, 16 punktar

Strákar 2007-2008 (Grænir teigar)

1.sæti Marinó Ísak Dagsson, 72 punktar

2.sæti Hilmar Veigar Ágústsson, 67 punktar

3.sæti Elvar Ísak Jessen, 61 punktur

Strákar 2004-2006 (Rauðir teigar)

1.sæti Kári Kristvinsson, 39 punktar

2.sæti Kasper Úlfarsson, 38 punktar (fleiri punktar á seinni hring)

3.sæti Daði Már Alfreðsson, 38 punktar

Golfklúbburinn Leynir þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum til hamingju með glæsilegan árangur.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.