Bændaglíman fór fram s.l. laugardag 7. október og var þar formlegu mótahaldi sumarsins lokað.

Í ár tóku þátt 32 félagsmenn GL og voru bræðurnir Einar og Magnús Brandssynir bændur.  Lið þeirra áttust við í hörkukeppni en leikar fóru þó þannig að lið Magnúsar vann.

Í mótslok gerðu kylfingar upp úrslitin og snæddu kjöt- og sveppasúpu og renndu niður með léttum drykkjum á 19.holunni.

Bændaglíman er ávallt síðasta mót sumarsins og vill mótanefnd GL þakka félagsmönnum kærlega fyrir sumarið og óskar þess að sjá sem flesta næsta sumar á golfvellinum.

Frekari tilkynningar um haustmót verða sendar um leið og þær liggja fyrir en undirbúningur er í gangi og taka þessi mót mið af veðri og vallaraðstæðum hverju sinni.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.