Jón Ármann Einarsson fór holu í höggi sunnudaginn 15.október 2017 og var þetta í fyrsta skipti sem hann fer holu í höggi.
Jón Ármann náði þessum áfanga á 3. flöt Garðavallar þegar hann var að spila með félögunum. Jón Ármann notaði 8 járn og sagði boltann hafa lent 1-1,5m frá stönginni og farið beint ofan í holu.
Golfklúbburinn Leynir óskar Jóni Ármanni til hamingju með afrekið.