Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi var hársbreidd frá sigri á LET Access mótaröðinni en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu.

Mótið fór fram á Spáni og endaði Valdís Þóra í 2. sæti. Þetta er besti árangur Íslandsmeistarans 2017 á LET Access mótaröðinni.

Valdís Þóra, sem var kjörinn íþróttamaður ársins hjá ÍA 2016, var nálægt því að skrifa nýjan kafla í golfsögu Íslands og vera fyrsta íslenska konan til þess að fagna sigri á atvinnumóti.

Golfklúbburinn Leynir óskar Valdísi Þóru til hamingju með árangurinn og sendir jákvæða strauma til hennar en næstu mót hjá Valdísi fara fram í Abu Dhabi, Indlandi og Kína. Það er því mikil törn framundan hjá Skagakonunni sem er í harðri baráttu um að halda keppnisrétti sínum á LET Evrópumótaröðinni.

Mynd með frétt er fengin af heimasíðu LET.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.