Mót nr.3 í opnu GrasTec haustmótaröðinni fór fram á Garðavelli laugardaginn 28. október við góðar vallaraðstæður og gott veður.  Yfir 30 keppendur þátt í mótinu en leikinn var 12 holu punktakeppni að vanda.

Úrslit urðu þessi:

1.Kristvin Bjarnason GL á 25 punktum – Gisting fyrir tvo með morgunverði á Húsfell Resort Hotel 2.Reynir Þorsteinsson GL á 24 punktum (betri á síðustu 6 holum) – Gjafabréf hjá Galito restaurant

3.Bára Valdís Ármannsdóttir GL á 24 punktum – Gjafabréf Galito restaurant

Næst holu á 14. braut:  Jón Ármann Einarsson GL, 72 cm.

Næst holu á 18. braut:  Bára Valdís Ármannsdóttir GL, 160 cm.

Vinninga gáfu Íslandsbanki og 19.holan.

Vinningshafar geta sótt verðlaun á skrifstofu GL.

Næsta mót fer fram laugardaginn 4. nóvember og er það fjórða og síðasta mótið í þessari haustmótaröð GrasTec.  Mótanefnd GL hvetur félagsmenn GL til að taka þátt í mótaröðinni og við skulum bjóða kylfinga úr öðrum golfklúbbum velkomna.

Munið útdráttarverðlaun allra keppenda úr öllum mótum í lok mótaraðarinnar, GJAFABRÉF MEÐ GB FERÐUM AÐ ANDVIRÐI 50.000 KR.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.