Skemmti- og kynningarkvöld Leynis verður haldið fimmtudaginn 31.maí 2018 í golfskálanum á Garðavelli frá kl. 20:00 – 22:00.

Farið verður yfir nokkur hagnýtt atriði og er dagskráin eftirfarandi:

– Kynning fyrir nýliða og félagsmenn hvað Leynir hefur að bjóða

– Kynning á helstu atriðum varðandi golf.is

– Kynning á starfi kvennanefndar.

– Kynning á fatnaði merktum Leyni.

– Kynning á John Garner golfkennara Leynis.

– Lifandi tónlist fram eftir kvöldi.

Veitingasalan verður opin og drykkir á tilboði.

Allir Leynis félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í öflugu starfi Leynis.