Mótsstjórn Egils Gulls mótsins á Eimskipsmótaröðinni sem fram fer á Garðavelli á Akranesi 18.-20. maí 2018 vill koma eftirfarandi á framfæri til keppenda, þjálfara og þeirra sem koma að mótinu með einhverjum hætti.

Mótsstjórn Egils-Gulls mótsins hefur nú þegar aflað sér ítarlegra upplýsinga um veðurspá sem gefin hefur verið út yfir mótsdagana 18.-20. maí. Mótsstjórn mun reglulega taka stöðuna með tilliti til hags keppenda á meðan á móti stendur, hvort sem um ræðir uppstillingu vallar eða frestun leiks.

Eins og staðan er núna er útlitið þokkalegt fyrir föstudag, mjög slæmt fyrir laugardag og svo aftur skárra á sunnudag.

Að loknum fyrsta keppnisdegi Egils-Gull mótsins, föstudaginn 18. maí, verður gefin út tilkynning frá mótsstjórn um framhald mótsins. Tilkynningin verða birt á golf.is og samfélagsmiðlum GSÍ um kl. 20.00.

Mótsstjórn.