Á miðvikudaginn 25.apríl er dagur umhverfisins og ætlum við hjá Golfklúbbnum Leyni að sjálfssögðu að taka þátt í deginum.

Svæðið okkar er golfvöllurinn og nærumhverfið og ætlum við að safnast saman uppí vélaskemmu uppúr kl 16:30 og „plokka“ rusl og snyrta umhverfið okkar saman í c.a. 2 klst.

Iðkendur og foreldrar og forráðamenn hvattir til þess að taka þátt í því að gera bæinn okkar og umhverfi golfvallarins fallegt.

Endum svo á einhverju góðgæti í lokin.

Hlökkum til þess að sjá ykkur