Félagsmenn Leynis eru þessa dagana staddir í Portúgal á Morgado golfvallarsvæðinu.
Birgir Leifur íþróttastjóri Leynis er með unglingahóp við æfingar og leik og í gærdag 4.apríl var Jussi Pitkanen landsliðsþjálfari með æfingar fyrir hópinn sem gengu vel og var mikil ánægja meðal allra.
Að sögn Birgis Leifs hefur gengið vel hjá hópnum og eru kylfingar ánægðir með allan aðbúnað. Veðrið leikur við kylfinga og þeir koma klárlega vel undirbúnir til leiks þegar Garðavöllur opnar í vor.