Mót nr.3 í opnu GrasTec haustmótaröðinni fór fram á Garðavelli laugardaginn 28. október við góðar vallaraðstæður og gott veður.  Yfir 30 keppendur þátt í mótinu en leikinn var 12 holu punktakeppni að vanda.

Úrslit urðu þessi:

1.Kristvin Bjarnason GL á 25 punktum – Gisting fyrir tvo með morgunverði á Húsfell Resort Hotel 2.Reynir Þorsteinsson GL á 24 punktum (betri á síðustu 6 holum) – Gjafabréf hjá Galito restaurant

3.Bára Valdís Ármannsdóttir GL á 24 punktum – Gjafabréf Galito restaurant

Næst holu á 14. braut:  Jón Ármann Einarsson GL, 72 cm.

Næst holu á 18. braut:  Bára Valdís Ármannsdóttir GL, 160 cm.

Vinninga gáfu Íslandsbanki og 19.holan.

Vinningshafar geta sótt verðlaun á skrifstofu GL.

Næsta mót fer fram laugardaginn 4. nóvember og er það fjórða og síðasta mótið í þessari haustmótaröð GrasTec.  Mótanefnd GL hvetur félagsmenn GL til að taka þátt í mótaröðinni og við skulum bjóða kylfinga úr öðrum golfklúbbum velkomna.

Munið útdráttarverðlaun allra keppenda úr öllum mótum í lok mótaraðarinnar, GJAFABRÉF MEÐ GB FERÐUM AÐ ANDVIRÐI 50.000 KR.