Opin Haustmótaröð hófst s.l. laugardag 14. október á Garðavelli og nú reynum við að nýju með móti nr. 2 laugardaginn 21. október 2017.
Um er að ræða haustmót með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár nema hvað nú verður mótaröðin opin fyrir alla áhugasama kylfinga og spilaðar 12 holur nú þegar Garðavöllur er með hverri vikunni að taka á sig meira og meira haust yfirbragð. Ath. sandgryfjur/glompur eru ekki í leik og skal ekki leika upp úr þeim en Garðavöllur lítur vel út miðað við árstíma.