Opna GrasTec haustmótaröðin hefst n.k. laugardag 14. október á Garðavelli.  Um er að ræða haustmót með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár nema hvað nú verður mótaröðin opin fyrir alla áhugasama kylfinga og spilaðar 12 holur nú þegar Garðavöllur er með hverri vikunni að taka á sig meira og meira haust yfirbragð.

Keppnisfyrirkomulag

– Leikin verða fjögur golfmót á laugardögum frá og með 14. október til 4. nóvember á Garðavelli.

– Leiknar eru 12 holur í opnu golfmóti   (9 holur til vara ef aðstæður gefa tilefni til).

– Áskilinn er réttur til að fær mót til sunnudags eða fella mót niður ef ástæður gefa tilefni til– slíkt yrði tilkynnt með minnst 3 klst fyrirvara á síðu GL á www.golf.is

– Karlar leik af gulum teigum og konur og karlar 65 ára og eldri af rauðum teigum.

– Hámarksforgjöf karla er 24 og 30 hjá konum.

– Leikið er í einum opnum flokki.

– Ræst er út af öllum teigum samtímis klukkan 10:00

– Skráning í mótin er á www.golf.is

– Keppnisgjald er 2.000 kr. í hvert mót.

Verðlaun og keppnisgjald

– Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin með forgjöf í hverju móti.

         1) andvirði ca 25.000 kr.

         2) andviðri ca 15.000 kr.

         3) andvirði ca 10.000 kr.

– Nándarverðlaun í hverju móti.

– Í lok mótaraðarinnar verður Gjafabréf hjá GB Ferðum að andvirði 50.000 kr. dregið út úr nöfnum allra keppenda úr öllum mótunum.

Annað

– Golfskálinn opnar klukkan 9:00 á keppnisdegi

– Gott að mæta stundvíslega fyrir mót.

– Frítt uppáhelt kaffi fyrir keppendur.

– Bakkelsi og heit súpa í golfskála.

– Mótanefnd GL áskilur sér rétt til að fresta móti vegna ónógrar þátttöku eða veðurs.

– Leikmenn verða að hafa virka forgjöf til að geta unnið til verðlauna.

– Leikið er samkvæmt móta- og keppendareglum GSÍ nema annað komi fram.