Bændaglíman verður haldinn n.k. laugardag 7. október á Garðavelli.  Bændaglíman er eitt skemmtilegasta mót klúbbsins þar sem bændur berjast og í þetta skiptið munu þeir bræður Einar og Magnús Brandssynir etja kappi.  Ræst verður út kl. 9:00 og er skráning hafinn á golf.is.

Að móti loknu verður að vanda boðið upp á al-íslenska kjötsúpu og drykk.  Fyrir þá örfáu sem ekki borða kjötsúpu verður einnig boðið upp á súpu dagsins á 19.holunni.

Mótanefnd GL vill hvetja alla félagsmenn bæði konur og karla til að fjölmenna og taka þátt í einu allra skemmtilegasta móti klúbbsins þar sem spilað er með holukeppnisfyrirkomulagi.

Mótanefndin áskilur sér rétt til að fresta mótinu vegna þátttökuleysis eða ef veður er óhagstætt fyrir golfleik.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.