Íslandsmóti í holukeppni lauk sunnudaginn 23.júní á Garðavelli þar sem veðrið og vallaraðstæður voru eins og þær gerast bestar.

Saga Traustadóttir, GR og Rúnar Arnórsson, GK eru Íslandsmeistarar í holukeppni 2019.

Úrslit voru eftirfarandi:
1. Rúnar Arnórsson, GK 
2. Ólafur Björn Loftsson, GKG 
3. Jóhannes Guðmundsson, GR

1. Saga Traustadóttir, GR 
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 
3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG

Golfklúbburinn Leynir þakkar keppendum fyrir mótið og óskar vinningshöfum til hamingju.