Dagana 21.-23.júní fer fram Íslandsmótið í holukeppni á Garðavelli á mótaröð þeirra bestu og heitir mótið Securitas mótið.  Mótið hefst föstudaginn 21.júní og er Garðavöllur lokaður frá morgni og til kl. 20:00 alla mótsdagana vegna mótahaldsins. 

Mótstjórn hvetur kylfinga til að fjölmenna á Garðavöll þar sem bestu kylfingar landsins leika. 

Veitingastaðurinn Galito Bistro Cafe verður opin frá morgni til kvölds og býður alla velkomna í mat og drykk.