Opna hjóna- og paramótið fór fram laugardaginn 1.júní s.l. með þátttöku 60 kylfinga.  Mótið tókst vel í alla staði þar sem aðstæður voru allar hinar bestu, sólin skein glatt og völlur í góðu ástandi.

Mótinu var ræst út af öllum teigum kl.13 og lauk með lokahófi með mat og verðlaunaafhendingu í nýrri frístundamiðstöð.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

1.sæti, HK (Kristjana/Hafsteinn) og Helga Dís Daníelsdóttir (Helga Dís/Heimir), 61 högg nettó

2.sæti, KM (Rafnkell /María Björg), 63 högg nettó og betri á seinni níu holum 

3.sæti, Sonur sólarinnar og frú (Sigurður Karl/Elín Rós), 63 högg nettó og betri á síðustu 6 holum

4.sæti, ÖR-ÁG (Örn/Ágústa), 63 högg nettó

5.sæti Tvö úr tungunum (Þórður Emil/Elín Dröfn), 65 högg nettó og betri á seinni níu holum

Nándarverðlaun (par 3 holur)

3.hola, Hlynur Sigurdórsson GL, 0.82m

8.hola, Örn Bjarnason GO, 1.60m

14.hola, Ólafur Guðmundsson GL, 2.63m

18.hola, Kristinn Hjartarson GL, 2.36m

Golfklúbburinn Leynir þakkar keppendum fyrir þátttökuna og vinningshöfum til hamingju. Samstarfs- og styrktaraðilum eru færðar þakkir fyrir góðan stuðning við mótið í formi gjafabréfa og vinninga.

Frekari upplýsingar um úrslitin má sjá hér eftirfarandi: