Golfklúbburinn Leynir og Gámaþjónustan endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning.

Gámaþjónustan hefur undanfarin ár verið einn af bakhjörlum starfsins hjá Golfklúbbnum Leyni og um leið verið sýnilegir víða um völlinn með ýmsum hætti.

Á myndinni má sjá Guðmund Sigvaldason framkvæmdastjóra Leynis og Líf Lárusdóttir markaðsstjóra Gámaþjónustunar við undirritun samningsins. 

Leynir færir þakkir til Gámaþjónustunar fyrir gott samstarf og stuðning s.l. ár.