Golfklúbburinn Leynir og Íslandsbanki endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning og tekur samningurinn til stuðnings við barna og unglingastarf klúbbsins sem er öflugt um þessar mundir undir stjórn Birgis Leifs Hafþórssonar íþróttastjóra.


Starf Leynis er umfangsmikið og hefur stuðningur og samstarf sem þetta mikið að segja og færir Leynir þakkir til Íslandsbanka fyrir góðan stuðning undanfarin ár.


Á myndinni má sjá Guðmund Sigvaldason framkvæmdastjóra Leynis og Magnús D.Brandsson útibústjóra Íslandsbanka á Akranesi að lokinni undirskrift.