Holum 1-9 á Garðavelli hefur verið lokað og þær girtar af. Sumarflötum á holum 10-18 verður lokað tímabundið frá þriðjudeginum 22.október og fram að n.k. helgi ef veðurspár ganga eftir en spáð er kuldakasti og búast má við næturfrosti.
Vallarstarfsmenn vinna nú við að setja völlinn í haust og vetrarbúning og hafa slegið vetrarflatir á holum 10-18 og sett út vetrarteiga. Einnig hefur salerni við 6. og 14.holu verið lokað og blásið úr vatnskerfi fyrir veturinn.
Við biðjum kylfinga að ganga vel um völlinn og gera við boltaför þegar það á við og setja torfusnepla í kylfuför.