Opið haustmót nr. 4 og það síðasta í opnu haustmótaröðinni þetta haustið fer fram n.k. laugardag 2.nóvember og verður ræst út af öllum teigum samtímis kl. 10:00.  Skráning er hafinn á golfi.is

Leikið verður 9 holu punktamót með forgjöf og er leyfilegt að spila aftur sama dag og skila inn betra skori kjósi kylfingar það.  Spilaðar verða seinni níu holur vallarins og spilað inn á sumarflatir.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að færa mótið yfir á sunnudag krefjist vallar-og veðuraðstæður þess.

Samstarfs- og styrktaraðilar mótsins eru Galito Bistro og Grastec.