Í vetur ætlar Birgir Leifur Hafþórsson að vera með golfnámskeið fyrir almenna félagsmenn GL. Fyrsta tímabilið er frá 4. nóvember til 11. desember 2019.  Skráning er hafin á það á netfanginu biggi@leynir.is

Námskeiðin eru einu sinni í viku og hægt er að velja milli mánudaga og miðvikudaga milli kl 19.15-20.15 eða 20.15-21.15.  Hámarks fjöldi er miðað við sex saman í hóp.  Námskeiðin henta breiðum hópi kylfinga á ólíkum getu stigum.  Þar sem einungis eru sex nemendur í hverjum hópi þá eru námskeiðin einstaklingsmiðuð.  Þetta er frábær leið til að hafa fastan æfingatíma í vetur, fá góðar leiðbeiningar og mæta síðan tilbúin(n) til leiks næsta golfsumar.  Æfingaplan fylgir með milli tíma þar sem auka æfingin skapar meistarann.

Verð: 18.000 kr. 

Birgir Leifur mun einnig bjóða félagsmönnum upp á einkakennslu þar sem meiri áhersla er lögð á markvissa markmiðasetningu í að bæta golfleikinn.

Einnig er hægt að kaupa gjafabréf í golfkennslu í jólapakkann sniðið eftir þörfum kylfinga.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Birgi Leif með því að senda tölvupóst á netfangið biggi@leynir.is