Síðastliðna daga hefur hitastigið lækkað, himinn verið heiðskýr og við fengið kaldar nætur.  Vegna þessara aðstæðna i veðri opnar völlurinn síðar en hefðbundið er á morgnana.

Við biðjum kylfinga vinsamlega að fylgjast með tilkynningum ef til næturfrosts kemur en þá má búast við að völlur opni þegar líður undir hádegi eða skv. frekari tilkynningum þar um.

Ennþá er opið inn á allar 18 holur Garðavallar og verður svo meðan veðurfar leyfir og ekki kemur til næturfrosta.

Við biðjum að vanda kylfinga að ganga vel um völlinn, gera við boltaför á flötum og setja torfusnepla í kylfuför.