Opna haustmótaröðin fer vel af stað og hefur þátttaka kylfinga verið góð.  Sunnudaginn 6.október mættu 35 kylfingar til leiks og laugardaginn 12.október mættu 40 kylfingar til leiks. 

Ástand vallar hefur verið mjög gott nú þegar komið er inn í haustið og sömuleiðis hefur veðrið verið kylfingum hagstætt.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:
Opið haustmót nr. 1 af 4
Punktakeppni með forgjöf
1.sæti, Þorsteinn Jónsson GL, 20 punktar
2.sæti, Matthías Þorsteinsson GL, 19 punktar (betri á síðustu þrem holum)
3.sæti, Valdimar Ólafsson GL, 19 punktar

Nándarmæling
3.hola, Valdimar Ólafsson GL, 2.21m

Opið haustmót nr. 2 af 4
Punktakeppni með forgjöf
1.sæti, Bjarki Jóhannesson GR, 20 punktar (betri síðustu sex holum)
2.sæti, Bjarni Þór Ólafsson GL, 20 punktar (betri á síðustu sex holum)
3.sæti, Arnar Guðmundsson GM, 20 punktar (betri á síðustu sex holum)

Nándarmæling
8.hola, Þórólfur Ævar Sigurðsson GL, 3.73m

Samstarfsaðilar Leynis með opna haustmótaröð eru Galito Bistro og Grastec og eru þeim færðar þakkir fyrir stuðninginn.

Golfklúbburinn Leynir óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar keppendum fyrir þátttökuna. Vinningshafar geta sótt vinninga í afgreiðslu GL.