Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis verður haldinn í desember n.k. samkvæmt lögum klúbbsins.

Óskað er eftir framboðum til stjórnar sem tekur til formanns, tveggja meðstjórnenda og varamanns. 

Einnig er óskað eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í störfum nefnda klúbbsins sem taka til mótanefndar, vallarnefndar, kvennanefndar, afreksnefndar, barna- og unglinganefndar, forgjafarnefndar og aganefndar.

Þeir sem vilja gefa kost á sér til stjórnarsetu eða þátttöku í nefndum skulu senda upplýsingar á netfangið leynir@leynir.is fyrir 4. nóvember næstkomandi.