Pútt mót FÁÍA 60+ fór fram á Garðavelli Akranesi fimmtudaginn 22.ágúst.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar setti mótið ásamt Guðmundi Sigvaldasyni framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Leynis.  Mikill fjöldi tók þátt en yfir 90 manns bæði konur og karlar tóku þátt frá 8 sveitarfélögum á Íslandi.

Löng hefð er kominn á þetta árlega mót og var þetta í a.m.k. 10.skipti sem mótið fór fram. Næsta mót verður haldið á Ísafirði árið 2020.

Golfklúbburinn Leynir óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar öllum fyrir komuna.