Tölvuþjónustan á Akranesi og Golfklúbburinn Leynir hafa skrifað undir samstarfs- og styrktarsamning er tekur til ýmiskonar tölvuþjónustu vegna reksturs klúbbsins.
Tölvuþjónustan er upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hýsingu á tölvubúnaði, rekstrarþjónustu og skýjalausnum fyrir smærri sem stærri fyrirtæki og stofnanir.
Tölvuþjónustan hefur frá stofnun árið 2014 stutt við valinn verkefni í nærsamfélaginu og verið sýnilegir með ýmsum hætti. Á Garðavelli munu kylfingar verða varir við merki Tölvuþjónustunar strax á 1.teig við upphaf golfhrings sem og víðar á svæði vallarins.
Á myndinni má sjá Guðmund Sigvaldason framkvæmdastjóra Leynis og Sigurþór Þorgilsson framkvæmdastjóra Tölvuþjónustunar við undirritun samningsins.
Golfklúbburinn Leynir færir þakkir til Tölvuþjónustunar.