Íslandsmót golfklúbba fer fram dagana 16. – 18.ágúst 2019.  Leynir sendir að venju sveit til keppni í flokki 50+ karlar og spilar sveitin í 2.deild.  Keppt er á golfvelli Golfklúbbsins Flúða og skipa eftirfarandi sveitina:

Birgir Arnar Birgisson

Björn Bergmann Þórhallsson

Björn H. Björnsson

Hlynur Sigurdórsson

Jóhann Þór Sigurðsson

Jón Alfreðsson

Kristinn Jóhann Hjartarson

Reynir Sigurbjörnsson

Liðstjóri: Þórður Elíasson

Val sveitar var í höndum liðstjóra en íþróttastjóri GL tilnefndi hann í upphafi sumars til að halda utan um sveitina og val hennar.

Því miður náðist ekki að manna sveit eldri kvenna frá Leyni í þetta skiptið en fulltrúar kvennanefndar reyndu án árangurs.

Golfklúbburinn Leynir sendir karla sveitinni 50+ bestu óskir um gott gengi.