Haraldarbikarinn var haldinn helgina 10. – 11. ágúst á Garðavelli og tóku þátt rúmlega 50 kylfingar. Keppnisfyrirkomulag var höggleikur með og án forgjafar þar sem í boði var að spila 2 x 18 holur og betri hringur taldi.
Helstu úrslit voru eftirfarandi:
Höggleikur með forgjöf
1.sæti Allan Freyr Vilhjálmsson 64 högg nettó
2.sæti Hafsteinn Þórisson 70 högg nettó (betri á seinni níu)
3.sæti Haukur Þórisson 70 högg nettó
Ath. skv. móta- ogkeppendareglum GSÍ skal ákvarða úrslit í höggleik með forgjöf ef keppendur erujafnir með því að reikna síðustu níu holurnar með helmings forgjöf.
Leiðrétt 14.ágúst: úrslit í 2. og 3.sæti voru tilkynnt röng og hafa úrslit verið leiðrétt.
Höggleikur án forgjafar
1.sæti Hannes Marinó Ellertsson 73 högg
Nándarmælingar
Laugardagur
3.hola Valdimar Ólafsson, 3.95m
8.hola Kristjana Jónsdóttir, 71cm
Sunnudagur
14.hola Bjarki Georgsson, 1.02m
18.hola Haukur Þórisson, 1.23m
Golfklúbburinn Leynir þakkar kylfingum þátttökuna og geta vinnningshafar sótt vinninga í afgreiðslu GL seinnipart mánudags 12.ágúst.