Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni hefur leik á Opna skoska fimmtudaginn 8.ágúst og er spilað The Renaissance vellinum í Skotlandi.

Að sögn Valdísar er völlurinn mjög góður og krefjandi og verður án efa mikil áskorun.

Valdís á rástíma kl.12:20 að staðartíma fimmtudaginn 8.ágúst og kl. 7:00 á föstudaginn 9.ágúst.

Hægt er að fylgjast með mótinu á www.ladieseuropeantour.com