Golfklúbburinn Leynir endurnýjaði fyrr í sumar afreks- og styrktarsamning við Valdísi Þóru Jónsdóttir atvinnukylfing.
Valdís Þóra leikur og keppir á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour) og leikur undir merkjum Leynis.
Samningurinn felur m.a. í sér að Leynir styrkir Valdísi Þóru vegna mótahalds bæði innanlands sem og erlendis ásamt öðrum stuðning er varðar aðgengi að Garðavelli fyrir styrktarmót, og afnot af æfingasvæði og æfingaboltum Leynis án endurgjalds.
Mynd: Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis við undirskrift samningsins.