Vinnudagur verður á morgun laugardaginn 27.apríl til að leggja lokahönd á undirbúning vallar og óskum við eftir þinni aðstoð nú þegar styttist í fulla opnun vallarins.  Verkefnin eru ýmiskonar s.s. tiltekt ávelli, setja hrífur í sandgryfjur, koma bekkjum, ruslafötum og kúluhreinsum á sína staði, tiltekt þar sem bráðabirgða aðstaða sumarið 2018 stóð ofl.  Mæting er í vélaskemmu kl. 9 og áætlað að vinna til kl. 12.

Stjórn og vallarnefnd Leynis vill þakka þeim félagsmönnum sem mættu og aðstoðuðu á vinnudegi fimmtudaginn 18.apríl kærlega fyrir aðstoðina.  Verkefnið var að tyrfa svæði kringum nýja frístundamiðstöð sem er farið að líta vel út og til mikils sóma.