Garðavöllur kemur vel undan vetri og lítur vel út eftir veturinn og styttist í opnun vallar.  Völlurinn er eingöngu opin fyrir félagsmenn Leynis nú þegar þessi frétt er skrifuð 25.apríl og verður þannig þangað til völlurinn opnar formlega sem er áætlað um mánaðamótin apríl/maí.

Vallarstarfsmenn eru einn af öðrum að koma til vinnu á næstu dögum og undirbúningur er hafinn fyrir slátt og annað tilheyrandi svo hægt sé að opna völlinn með myndarbrag.

Ný frístundamiðstöð og veitingarekstur Galito hefur ekki opnað og er beðið eftir rekstrarleyfi.  Áætlanir Galito gera ráð fyrir að opna veitingareksturinn um mánaðamótin apríl/maí að öllu óbreyttu.