Garðavöllur kemur vel undan vetri og lítur vel út eftir veturinn og styttist í opnun vallar.  Völlurinn er eingöngu opin fyrir félagsmenn Leynis nú þegar þessi frétt er skrifuð 25.apríl og verður þannig þangað til völlurinn opnar formlega sem er áætlað um mánaðamótin apríl/maí.

Vallarstarfsmenn eru einn af öðrum að koma til vinnu á næstu dögum og undirbúningur er hafinn fyrir slátt og annað tilheyrandi svo hægt sé að opna völlinn með myndarbrag.

Ný frístundamiðstöð og veitingarekstur Galito hefur ekki opnað og er beðið eftir rekstrarleyfi.  Áætlanir Galito gera ráð fyrir að opna veitingareksturinn um mánaðamótin apríl/maí að öllu óbreyttu.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.